Dagur íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu föstudaginn 16. nóvember sl. voru Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk settar á sal Síðuskóla. Margt var á dagskrá þennan dag. Fyrst kom miðstigið á sal og hlustaði á ávarp deildarstjóra. Að því loknu fór Guðrún á bókasafninu yfir æviskeið Jónasar Hallgrímssonar en nemendur höfðu útbúið efni sem flutt var í tilefni af 100 ára fullveldisafmælisins sem er 1. desember nk. Svipuð dagskrá var hjá yngsta stiginu sem mætti seinna um morguninn. Að síðustu mætti unglingastigið á sal. Þar fór fram hópavinna í aldursblönduðum hópum, en verkefnið fólst í að finna bestu íslensku þýðinguna á algengum enskuslettum í íslenskunni. Hér má sjá myndir frá deginum.

Á Degi íslenskrar tungu föstudaginn 16. nóvember sl. voru Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk settar á sal Síðuskóla. Margt var á dagskrá þennan dag. Fyrst kom miðstigið á sal og hlustaði á ávarp deildarstjóra. Að því loknu fór Guðrún á bókasafninu yfir æviskeið Jónasar Hallgrímssonar en nemendur höfðu útbúið efni sem flutt var í tilefni af 100 ára fullveldisafmælisins sem er 1. desember nk. Svipuð dagskrá var hjá yngsta stiginu sem mætti seinna um morguninn. Að síðustu mætti unglingastigið á sal. Þar fór fram hópavinna í aldursblönduðum hópum, en verkefnið fólst í að finna bestu íslensku þýðinguna á algengum enskuslettum í íslenskunni. Hér má sjá myndir frá deginum.