Dagur íslenskrar tungu

Í gær, 16. nóvember, var Dagur íslenskrar tungu en hann er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal snemma morguns eins og venjan er, auk þes sem fjallað var um ævi og feril Jónasar. Síðan hittust vinabekkir og spiluðu þar sem eldri leiðbeindu og hjálpuðu þeim yngri. Nemendur í 4. bekk heimsóttu leikskóla í hverfinu og lásu fyrir börnin þar og stóðu sig með stakri prýði. Myndir frá deginum má sjá hér.

Í gær, 16. nóvember, var Dagur íslenskrar tungu en hann er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal snemma morguns eins og venjan er, auk þes sem fjallað var um ævi og feril Jónasar. Síðan hittust vinabekkir og spiluðu þar sem eldri leiðbeindu og hjálpuðu þeim yngri. Nemendur í 4. bekk heimsóttu leikskóla í hverfinu og lásu fyrir börnin þar og stóðu sig með stakri prýði. Myndir frá deginum má sjá hér.