Stóra upplestrarkeppnin 2019

Valdir voru tveir aðalfulltrúar og einn varafulltrúi til að taka þátt í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Þeir nemendur úr Síðuskóla sem valdir voru í ár eru Christine Lea og Sigrún Freygerður sem aðalmenn og Emma Líf til vara. Sigfríður Birna spilaði á gítar í hléi meðan dómarar réðu ráðum sínum. Hér má sjá myndir frá keppninni, en myndin sem fylgir fréttinni er af vinningshöfum ásamt dómurunum, þeim Fjólu Kristínu Helgadóttur og Arnari Má Arngrímssyni.