Fögnum fjölbreytileikanum

Frétt birt á heimasíðu Akureyrarbæjar 15. apríl sl. 

Að gefnu tilefni vill bæjarstjórn Akureyrar koma því skýrt á framfæri að í öllu því starfi sem sveitarfélagið hefur með höndum, er undantekningarlaust haft að leiðarljósi að tryggja jafnan rétt allra og fagna fjölbreytileikanum. Það eru grunvallarmannréttindi að allir njóti sama réttar óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

 

Lýðræðislegt og gott samfélag á borð við það sem við búum við hér á Akureyri byggir á því að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda, á það jafnt við um börn sem fullorðna. Mannréttindi leggja grunn að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls, líkt og segir í mannréttindastefnu Akureyrarbæjar sem starfsfólki sveitarfélagsins ber að halda í heiðri í öllum sínum störfum.