Foreldrafélag Síðuskóla gaf skólanum nýtt og veglegt taflborð til afnota á bókasafni skólans. Það barst í liðinni viku og hefur þegar verið mikið nýtt af nemendum í frímínútum. Bókasafnskennari þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir hönd skólans og nemendanna fyrir þessa höfðinglegu og góðu gjöf.
Hér má sjá myndir af því, það má snúa plötunni við og spila Lúdó :)


