Gönguferð

Á fimmtudaginn verður farið í gönguferð þar sem nemendur og starfsfólk ganga efri Glerárdalshring sem oft er nefndur stífluhringur. Farið verður með rútum upp á Súlubílastæði. Nemendur í 1.-5. bekk verða sóttir en eldri nemendur labba til baka í Síðuskóla. Gönguferðin er upphaf þemaviku þar sem unnið verður með loftlagsmál sem er þemað okkar í Grænfánaverkefninu og einnig upphaf átaksins Göngum í skólann.