Gönguferð að Hraunsvatni

Í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð að Hraunsvatni. Farið var með rútum frá skólanum að Hálsi og þaðan var gengið upp að vatninu. Frekar kalt var í veðri og rigning á köflum, hópurinn lét það ekki á sig fá og við vorum mjög stolt af hópnum. Óhætt að segja að svona dagar eigi stóran þátt í að efla seiglu. Hér má sjá myndir úr ferðinni.

Í gær fóru nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð að Hraunsvatni. Farið var með rútum frá skólanum að Hálsi og þaðan var gengið upp að vatninu. Frekar kalt var í veðri og rigning á köflum, hópurinn lét það ekki á sig fá og við vorum mjög stolt af hópnum. Óhætt að segja að svona dagar eigi stóran þátt í að efla seiglu. Hér má sjá myndir úr ferðinni.

Það var við hæfi að hefja átakið Göngum í skólann þennan sama dag, en það stendur yfir til 2. október. Nemendur, foreldrar og starfsfólk er hvatt til að ganga, hjóla, eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla.