Gönguferð í frábæru veðri í dag

Nemendur og starfsfólk Síðuskóla fóru í gönguferð í dag. Lagt var af stað frá bílastæði neðan við Fálkafell og gengið yfir í Kjarnaskóg. Lengi hefur staðið til að fara í þessa ferð og loksins tókst það! 

Veðrið lék við okkur, sólin skein og stemmingin var frábær. Virkilega góður dagur hjá okkur í dag.

Hér má skoða myndir úr gönguferðinni.