Heimsókn á Listasafnið

Vettvangsferðir eru hluti af skólastarfinu hjá okkur í Síðuskóla og brjóta upp starfið á skemmtilegan hátt. Nýlega fóru nemendur úr 3. bekk í heimsókn á Listasafnið á Akureyri og unnu þar verkefni ásamt því að skoða 4 listasýningar. Starfsmenn þar höfðu á orði að þau hefðu verið áhugasöm, hugmyndarík og fróðleiksfús. Flottir fulltrúar skólans þar á ferð!