Hönnunardagur í 9. bekk

Í umhverfisvikunni var 9. bekkur með hönnunardag. Þá var unnið með endurnýtingu og endurhönnun.  

Getum við nýtt gömul föt, plast, pappa og annað rusl og hannað eitthvað nýtt úr því? Er kannski hægt að nýta gamalt dót og rusl og hanna úr því listaverk eða nýta gamlar flíkur og búa til nýjar?

 

Afraksturinn var skemmtilegur og hér má sjá sýnishorn af vinnu nemenda.