Hrekkjavökusöngsalur

Í gærmorgun var haldinn Hrekkjavökusöngsalur þar sem stór hluti nemenda og starfsfólks mættu í búningum og sungu saman við undirleik Stefáns Elí Haukssonar. Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar fyrir lestrarátakið sem fram fór 11. – 27. október sl. Á yngsta stigi las 3. bekkur mest, alls 467 mínútur. Á miðstigi las 6. bekkur mest, alls 494 mín. og á unglingastigi lásu nemendur 8. bekkur mest, alls 489 mín. Bekkirnir hljóta ísveislu í verðlaun. Við óskum nemendum þessara bekkja til hamingju með árangurinn. Einnig voru veitt verðlaun fyrir Göngum í skólann verkefnið sem fram fór 4. september til 6. október sl. 4. bekkur vann það og fékk í verðlaun bikar og umbun sem verður að fara í fimleikasalinn í Giljaskóla. Gaman er að segja frá því að 4. bekkur skilaði 99% árangri í virkum ferðamáta (þ.e. að ganga eða hjóla í skólann) þá daga sem átakið var. Vel gert 4. bekkur! Myndir frá söngsalnum og Hrekkjavökudeginum má sjá hér.