Jazz hrekkur - List fyrir alla

Í morgun fékk yngsta stigið heimsókn frá ögn hræðilegum verum þegar "List fyrir alla" bauð uppá óhugnalega jasstónleika með hrekkjavökuívafi fyrir yngsta stigið. Söngkonan Ingibjörg Fríða seiddi fram Síðuskóladrauga og norn sem reyndust vera mjög flinkir á kontrabassa og píanó. 

Þessir draugar ganga annars undir listamannanöfnunum: Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari og Leifur Gunnarsson bassaleikari

Sjá myndir hér