Jól í skókassa

Nemendur í 7. bekk tóku í sjöunda skipti þátt í verkefninu Jól í skókassa. Að þessu sinni fóru tæplega 20 kassar frá okkur. Nemendur pökkuðu inn tómum skókössum og söfnuðu dóti í þá handa börnum í Úkraníu. Í hverjum kassa þarf að vera tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, ritföng, fatnaður, dót og nammi.

Nemendur í 7. bekk tóku í sjöunda skipti þátt í verkefninu Jól í skókassa. Að þessu sinni fóru tæplega 20 kassar frá okkur. Nemendur pökkuðu inn tómum skókössum og söfnuðu dóti í þá handa börnum í Úkraníu. Í hverjum kassa þarf að vera tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, ritföng, fatnaður, dót og nammi. Auk þess eru 1000 kr. settar í hvern kassa upp í sendingarkostnað. Nemendur saumuðu sjálfir þvottapoka í textílmennt og eins voru saumuð pennaveski sem fóru í kassana. Kassarnir voru afhentir í Sunnuhlið þar sem nemendur og kennarar fengu frekari fræðslu um verkefnið. Hér má sjá myndir frá verkefninu.