Nú stendur yfir lestrarátak í Síðuskóla sem er skipulagt af læsisnefnd skólans. Hver og einn nemandi safnar laufblöðum fyrir heimalestur og fæst laufblað fyrir hverjar lesnar 30 mínútur. Laufblöðin festa nemendur síðan á tré sem búið er að útbúa í gluggum í matsalnum. Með hverju laufblaði fylgir lukkumiði sem nemandi fyllir út með nafni og bekk og settur er í þar til gerðan kassa. Dreginn er út einn nemandi á hverju stigi úr pottinum í lok hverrar viku og hljóta hinir heppnu smá glaðning. Átakið stendur til 24. október nk., við hvetjum alla nemendur til vera duglega að lesa heima og vonumst til að fylla matsalinn af fallegum trjám og laufblöðum.