Litlu jólin í Síðuskóla

Litlu jólin í Síðuskóla verða nk. mánudag, 20. desember. Þau verða með öðru sniði en venjulega vegna sóttvarnarráðstafana, en þó má segja að þau séu með svipuðum hætti og á síðasta ári. Nemendur mæta kl. 9:00 í skólann og þá hefst dagskrá á sal sem verður streymt í stofur. Skólastjóri byrjar á jólahugleiðingu, nemendur úr skólanum spila nokkur jólalög, nemendur af miðstigi sýna jólaleikrit og að lokum kemur Hermann Arason og spila jólalög. Að þessu loknu eiga bekkirnir sín bekkjarjól sem lýkur kl. 10:30.