Litlu jólin 21. desember

Síðasti skóladagurinn í Síðuskóla fyrir jólafrí er 21. desember. Þá verða litlu jólin haldin frá klukkan 9:00-11:00. Dagskrá er með hefðbundnu sniði. Það mæta allir í sínar heimastofur klukkan 9:00. Það horfa allir á jólaleikrit 6. bekkjar á sal sem tekur um 20 mínútur en dvelja svo með umsjónarkennara í heimastofum. Þangað koma jólasveinar í heimsókn og færa nemendum mandarínur.  Um klukkan 10:00 verður farið inn í íþróttasal en þar munu allir nemendur skólans ganga saman kringum jólatré og syngja saman gömul og góð jólalög. Dagskrá lýkur klukkan 11:00 þennan morgun. Þá fara nemendur heim, nema þeir sem skráðir eru í Frístund þennan dag. Skóli hefst aftur að jólaleyfi loknu fimmtudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Síðasti skóladagurinn í Síðuskóla fyrir jólafrí er 21. desember. Þá verða litlu jólin haldin frá klukkan 9:00-11:00. Dagskrá er með hefðbundnu sniði. Það mæta allir í sínar heimastofur klukkan 9:00. Það horfa allir á jólaleikrit 6. bekkjar á sal sem tekur um 20 mínútur en dvelja svo með umsjónarkennara í heimastofum. Þangað koma jólasveinar í heimsókn og færa nemendum mandarínur.  Um klukkan 10:00 verður farið inn í íþróttasal en þar munu allir nemendur skólans ganga saman kringum jólatré og syngja saman gömul og góð jólalög. Dagskrá lýkur klukkan 11:00 þennan morgun. Þá fara nemendur heim, nema þeir sem skráðir eru í Frístund þennan dag. Skóli hefst aftur að jólaleyfi loknu fimmtudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.