Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk

Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk var haldin á sal skólans í síðustu viku. Keppnin hófst formlega á Degi íslenskrar tungu í nóvember. Á dagskránni var lestur og söngur nemenda en foreldrum var boðið að koma og fylgjast með. Hátíðin heppnaðist vel, allir stóðu sig með sóma og skiluðu sínu vel.