Norræna skólahlaupið

Í dag fór Norræna skólahlaupið fram í Síðuskóla í blíðskapar veðri. Allir nemendur skólans hittust við körfuboltavöllinn en þar stjórnuðu íþróttakennarar smá upphitun og ræstu svo hlaupið. Þeir elstu fóru fyrst af stað og svo hver árgangur á eftir öðrum. Allir fóru a.m.k. einn hring sem er 2,5 kílómetrar en í boði var að fara fleiri hringi, gangandi eða hlaupandi. Þeir sem mest fóru hlupu 15 kílómetra eða 6 hringi. Íþróttakennarar halda utan um skráningu en hugmyndin var að reyna að safna sem flestum hringjum fyrir sinn árgang. Myndir, fleiri myndir
Í dag fór Norræna skólahlaupið fram í Síðuskóla í blíðskapar veðri. Allir nemendur skólans hittust við körfuboltavöllinn en þar stjórnuðu íþróttakennarar smá upphitun og ræstu svo hlaupið. Þeir elstu fóru fyrst af stað og svo hver árgangur á eftir öðrum. Allir fóru a.m.k. einn hring sem er 2,5 kílómetrar en í boði var að fara fleiri hringi, gangandi eða hlaupandi. Þeir sem mest fóru hlupu 15 kílómetra eða 6 hringi. Íþróttakennarar halda utan um skráningu en hugmyndin var að reyna að safna sem flestum hringjum fyrir sinn árgang. Myndir, fleiri myndir