Fimmtudaginn 18. september fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla. Hlaupið hófst kl. 10:30 oog gátu nemendur valið að hlaupa frá einum og upp í sex hringi. Að lokum var reiknað út meðaltal hringja í hverjum árgangi og vann sá árgangur sem átti besta meðaltalið. Sá bekkur sem náði bestu meðaltali var 4. bekkur.
Ólympíuhlaup ÍSÍ er árlegt heilsuverkefni sem miðar að því að hvetja börn og ungmenni til aukinnar hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls.
Frekar svalt var úti en þurrt og það skapaðist góð stemming þar sem Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, sá um upphitun fyrir hlaupið og vakti mikla lukku – ekki síst hjá yngstu nemendunum.
Hér má sjá myndir frá hlaupinu.
Fleiri myndir.
Hér er myndband frá hlaupinu.