Ólympíuhlaupið 2019

Þann 10. september síðastliðinn fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla.  Hlaupinn var "skólahringur" en hann er 2,2 km. Nemendur höfðu val um hve marga hringi þeir hlupu en þó að hámarki fimm. Mikið kapp var í nemendum og samtals voru hlaupnir 1234,2 km sem gera 3,78 km að meðaltali á nemanda. Á myndinni til hliðar má sjá meðaltal fyrir hvern árgang skólans. 

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.