Plokkdagur í Síðuskóla

Nemendur og starfsfólk Síðuskóla fóru út og hreinsuðu skólalóðina og fleiri svæði í nágrenni skólans í dag. Þetta var gert í tilefni af stóra plokkdeginum sem er á morgun, 24. apríl. 

Við í Síðuskóla hvetjum alla unga sem aldna til að drífa sig út á morgun og hreinsa til í nærumhverfinu. 

Plokk á Íslandi hvetur alla landsmenn til að láta gott af sér leiða og um leið fylgja fyrirmælum því plokkið er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu um leið og auðvelt er að fylgja reglum sóttvarnarlæknis.

PLOKK ER: 
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Klæðum okkur eftir veðri
- Notum hanska, plokktangir og ruslapoka
- Hver á sínum hraða og tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Öðrum góð fyrirmynd

Hér má sjá fleiri myndir.