Rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar. Settur var reykur á D gang og brunakerfið sett í gang. Rýmingin gekk vel þó alltaf komi upp atriði sem þarf að skerpa á, en tilgangur svona æfingar er m.a. að finna út hvað má betur fara. Eitt af því sem kennarar gera þegar nemendur eru komnir í raðir á söfnunarsvæði er að halda uppi spjöldum sem gefa til kynna hvort allir séu komnir eða einnhverra sé saknað. Í morgun voru nokkur spjöld rauð vegna veikinda nemenda sem ekki höfðu verið tilkynnt. Því er gott að minna á að nauðsynlegt er að tilkynna veikindi nemenda á hverjum morgni fyrir kl. 8:00. Myndir frá æfingunni má sjá hér.