Síðuskóli í 2. sæti í Fiðringi 2025

Fulltrúar Síðuskóla náðu frábærum árangri í gærkvöldi í Fiðringi 2025 eða 2. sæti. Keppnin fór fram í Hofi og tóku tíu skólar þátt að þessu sinni. Mikil áhersla er lögð á að hugmyndin og útfærslan sé alfarið unglinganna sjálfra og einnig sjá þau um tæknimál og búninga, leikmynd og förðun. Atriði Síðuskóla heitir Það sem gerist í sjónum. Atriðið fjallar um þá ógn sem steðjar að sjávarlífverum vegna plastúrgangs og annarra mengandi efna sem berast í hafið. Atriðið hvetur áhorfendur til umhugsunar um mikilvægi umhverfisverndar og sjálfbærni. Atriðið og búningarnir voru glæsilega útfærðir enda uppskáru okkar konur eftir því. Óskum þeim til hamingju og hlökkum til að sjá meira á næsta ári.

Myndir frá kvöldinu og æfingaferlinu hér.