Skákdagurinn 26. janúar

Föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Víða er teflt s.s. í skólum, vinnustöðum, heitum pottum, kaffihúsum og dvalarheimilum svo dæmi séu nefnd. Í Síðuskóla fengum við félaga úr Skákfélagi Akureyrar í lið með okkur og buðum upp á skákfræðslu og tækifæri til tefla í 5. - 10. bekk. Fjölmargir nemendur þáðu boðið og á meðfylgjandi myndum má sjá ánægða og áhugasama nemendur við taflborðin. Hugmyndin er að bjóða upp á skólaskákmót í framhaldi af þessum viðburði en það verður dagsett og auglýst síðar. Skákdagurinn 2018 er tileinkaður Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik verður 83ára á Skákdaginn sjálfan. Myndir  

Föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Víða er teflt s.s. í skólum, vinnustöðum, heitum pottum, kaffihúsum og dvalarheimilum svo dæmi séu nefnd. Í Síðuskóla fengum við félaga úr Skákfélagi Akureyrar í lið með okkur og buðum upp á skákfræðslu og tækifæri til tefla í 5. - 10. bekk. Fjölmargir nemendur þáðu boðið og á meðfylgjandi myndum má sjá ánægða og áhugasama nemendur við taflborðin. Hugmyndin er að bjóða upp á skólaskákmót í framhaldi af þessum viðburði en það verður dagsett og auglýst síðar. Skákdagurinn 2018 er tileinkaður Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik verður 83ára á Skákdaginn sjálfan. Myndir