Skipulag skólahalds næstu vikur

Skólahald verður með öðru sniði næstu vikur. Hér er að finna upplýsingar varðandi skipulag sem tekur gildi frá og með morgundeginum, 17. mars. 

Sendur hefur verið póstur heim með skipulaginu. Mikilvægt er að farið sé vel yfir skipulagið með nemendum áður en þeir mæta í skólann. Einnig biðjum við fólk um að fylgjast vel með tölvupósti og heimasíðu því skipulagið getur breyst með stuttum fyrirvara. 


Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við ykkur til að vera í sambandi í gegnum tölvupóst eða síma en öll umferð um skólann verður takmörkuð eins og mögulegt er við starfsfólk og nemendur. 

Rétt er að árétta að matur verður einungis í boði fyrir nemendur í 1.-3. bekk.

Hér er bréf sem sent var foreldrum og forráðamönnum.