Skólastarf í samkomubanni

Skólahald hefur gengið mjög vel hjá okkur eftir að samkomubann gekk í gildi. Skólanum hefur verið skipt í svæði sem og skólalóð svo hópar blandist ekki. Foreldrar hafa greinilega undirbúið nemendur vel þannig að þeir hafa tekið breyttum aðstæðum og skipulagi af yfirvegun. Mikil áhersla er lögð á að brjóta skóladaginn upp með útiveru og hreyfingu. Við tökum einn dag í einu og endurskoðum skipulag daglega til að starfsfólki og nemendum líði eins vel og kostur er í þessum nýju aðstæðum. 

Hér má sjá nokkrar myndir.