Sköpun bernskunnar

Nemendur í 4. bekk Síðuskóla taka þátt í sýningunni Sköpun bernskunnar sem opnar 20. febrúar nk. á Listasafninu á Akureyri. Sýningin höfðar sérstaklega vel til skólabarna, enda sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun barna. Þátttakendur hverju sinni eru börn og starfandi listamenn sem vinna verk sem falla að þema sýningarinnar. Þemað að þessu sinni er Flóra Íslands.  

Hér sjáið þið myndir af áhugasömum nemendum í 4. bekk við listsköpun fyrir sýninguna.