Söngsalur og úrslit í flokkunarkeppni

Í morgun var söngsalur hjá okkur, að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið með Heimi Ingimarssyni. 

Einnig voru tilkynnt úrslit í flokkunarkeppni Síðuskóla en sú hefð hefur skapast í skólanum að árgangar  keppa í flokkun. Viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu 4. bekkur, 7. bekkur og 8. bekkur. Sigurvegarar voru 7. bekkur. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall.

Myndir frá flokkunarkeppninni.

Myndir frá söngsal í morgun.