Stúlkan í turninum.

Síðastliðinn miðvikudag fóru nemendur í 4. – 6. bekk í Hof og sáu sýninguna Stúlkan í turninum sem er tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, sögumaður var höfundurinn Snorri Sigfús Birgisson. Menningarhúsinu Hofi var skipt upp í sóttvarnarhólf og var því ítrustu sóttvörnum fylgt og með þeim hætti hægt að koma nemendum í þessum þremur bekkjum fyrir á einni sýningu. Það var sannarlega kærkomin breyting að fá að njóta svona viðburðar eftir að hafa verið með starfið hólfaskipt hluta af haustönninni. Nemendur skemmtu sér hið besta og hérna má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði.