Umhverfisvika Síðuskóla

Í umhverfisvikunni unnu 3. og 4. bekkur saman verkefni tengd loftslagsmálum, fengu fræðslu um loftslagsbreytingar, ástæður og afleiðingar þeirra. Meðal annarra verkefna þessa viku, var unnið með list- og verkgreinakennurum einn dag þar sem útbúin var jörð, lofthjúpur, sól og það sem er gott og slæmt fyrir jörðina. Afraksturinn sem var stórkostlegur fór upp á vegg á C-gangi. 

 Á degi íslenskrar náttúru fór 4.bekkur upp í Naustaborgir. Nemendur lögðust þar niður í náttúruna og ímynduðu sér að þeir væru fyrstu manneskjurnar á jörðinni og réðu hvernig náttúran í kringum þá liti út. Þeir týndu ýmsar plöntur og annað sem fannst í Naustaborgum og eftir matinn teiknuðu þeir mynd af sér í sínu uppáhaldsumhverfi.  

 Á degi læsis var 3. og 4. bekk skipt niður í nokkra bókaklúbba. Hver klúbbur las saman eina bók, sögðu frá innihaldi hennar og teiknuðu mynd sem lýsti vel bókinni. 

Hér má sjá myndir frá vinnunni í 3. og 4. bekk ásamt myndum frá 1. og 2. bekk.