Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Mánudaginn 24. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Síðuskóla. Þá lásu 10 nemendur úr 7. bekk sem komust höfðu áfram úr forvali. Allir lesararnir stóðu sig vel og eru svo sannarlega reynslunni ríkari eftir þátttökuna. Tveir aðalfulltrúar voru valdir auk eins varafulltrúa til að taka þátt í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri 4. mars næstkomandi. Fulltrúar Síðuskóla í ár eru Rebekka Nótt Jóhannsdóttir, Stefán Andri Björnsson og Ísabella Sól Hauksdóttir til vara. Dómarar voru þau Brynjar Karl Óttarsson kennari í MA og Bryndís Valgarðsdóttir skólastjóri í Hlíðarskóla. Hér má sjá myndir frá keppninni.