Upphátt

Undankeppni í Upphátt, áður stóru upplestrarkeppninni, var haldin á sal skólans í morgun.  Þar lásu 9 nemendur úr 7. bekk sem komust áfram eftir fyrstu umferð sem haldin var í bekknum sl. þriðjudag. Allir stóðu sig með prýði og voru sér og skólanum til sóma. Velja þurfti tvo nemendur og einn til vara til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður miðvikudaginn 23. mars í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Þar mætast fulltrúar allra grunnskólanna á Akureyri. Fulltrúar okkar í ár verða þau Alrún Eva Tulinius og Arnþór Einar Guðmundsson og Marinó Steinn Þorsteinsson til vara. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn en hér má sjá myndir frá keppninni í morgun.