Upphátt upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Í morgun var undankeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, haldin á sal skólans. Þar lásu 8 nemendur úr 7. bekk sem höfðu komist áfram eftir bekkjarkeppnina. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur áfram til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Þeir nemendur sem voru valdir eru þau Hlynur Orri Helgason og María Líf Snævarsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku. 

Hér má sjá myndir frá keppninni í morgun.