Úrslit í 100 miða leiknum

Nemendur skólans söfnuðust saman á sal í morgun. Tilefnið var að tilkynna úrslitin í 100 miða leik skólans, sem er hluti af SMT skólafærninni. Nemendur sem dregnir voru út fóru fyrst heim til Ólafar skólastjóra þar sem þeir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum. Í framhaldinu af því var farið í Flugsafnið á Akureyrarflugvelli þar sem Gestur Einar Jónasson tók á móti hópnum og sýndi safnið. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða myndir frá samverunni og einnig ferð þeira sem voru dregnir út. Hér má sjá myndir.