Útivistardagurinn 5. apríl 2019

Í dag var útivistardagur Síðuskóla í Hlíðarfjalli en það hafðist í þriðju tilraun þetta skólaárið. Veðrið var gott og færið og nemendur og starfsmenn nutu útiverunnar.

Sumir fóru á skíði eða bretti og renndu sér niður brekkurnar, aðrir fóru á gönguskíði, þotur, sleða eða bara nutu þess að vera úti í góðu veðri og góðum félagsskap. Svona dagar er alltaf skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi.

Hér má sjá myndir frá deginum.