Í vetur hefur verið boðið upp á val á miðstigi. Í gær byrjaði lota 4 og þær valgreinar sem eru í boði eru píla, skólablað Síðuskóla, stopmotion myndbandagerð, origami og teikning, tónlistarstefnur, íþróttir, bókagerð og lestur og útsaumur.
Markmið verkefnisins eru m.a. að stuðla að auknum samskiptum á milli árganga, efla áhuga og gefa nemendum kost á að velja sér viðfangsefni og auka þannig lýðræði í skólastarfi.