Valgreinar fyrir 8.-10. bekk

Komið er að því að nemendur í tilvonandi 8.-10. bekk velji sér valgreinar fyrir næsta skólaár. Kennslustundafjöldi á viku í þessum bekkjum er samtals 37 og af þeim eru sex kennslustundir valgreinar. Nemendur hafa fengið kynningu á valgreinunum.

Valgreinar eru í boði hálfan veturinn þannig að nemendur velja sér greinar fyrir tvö tímabil, þ.e. fyrir áramót og eftir áramót. Í sumum tilvikum er hægt að velja sömu valgrein fyrir og eftir áramót. 
Allar upplýsingar um valgreinar er að finna á þessum tengli

Ef einhverjar spurningar eru þá hafið samband við Helgu Lyngdal deildarstjóra (helgal@akmennt.is).