Verkefni um lýðræði í 5. og 6. bekk

Nýverið sá kennaranemi frá Háskólanum á Akureyri um kennslu í 6. bekk og útbjó verkefni um stjórnmál. Hann byrjaði að kynna ýmis hugtök tengd stjórnmálum og kosningum en helst sveitastjórnarkosningum þar sem þær eru framundan. Bekknum var skipt upp í sex hópa sem áttu að gera veggspjald með nafni flokks, merki og helstu stefnumálum. Þegar flokkarnir voru tilbúnir fóru þeir inn í 5. bekk og héldu framboðsræðu og veggspjöldin hengd þar upp. Kennarar og nemendur í 5. bekk aðstoðuðu okkur með því að ræða stefnumál flokkana og hvernig lýðræði virkar. Eftir viku umræður var gerður kjörklefi og nemendur 5. bekkjar gengu til kosninga með skipaðan kosningastjóra sem sá um að allt færi fram með réttum hætti. Malli deildarstjóri sá um að telja atkvæðin úr kjörkassanum. Skemmtilegt verkefni um lýðræði sem nemendur lærðu mikið af. Hér má sjá myndir.

Nýverið sá kennaranemi frá Háskólanum á Akureyri um kennslu í 6. bekk og útbjó verkefni um stjórnmál. Hann byrjaði að kynna ýmis hugtök tengd stjórnmálum og kosningum en helst sveitastjórnarkosningum þar sem þær eru framundan. Bekknum var skipt upp í sex hópa sem áttu að gera veggspjald með nafni flokks, merki og helstu stefnumálum. Þegar flokkarnir voru tilbúnir fóru þeir inn í 5. bekk og héldu framboðsræðu og veggspjöldin hengd þar upp. Kennarar og nemendur í 5. bekk aðstoðuðu okkur með því að ræða stefnumál flokkana og hvernig lýðræði virkar. Eftir viku umræður var gerður kjörklefi og nemendur 5. bekkjar gengu til kosninga með skipaðan kosningastjóra sem sá um að allt færi fram með réttum hætti. Malli deildarstjóri sá um að telja atkvæðin úr kjörkassanum. Skemmtilegt verkefni um lýðræði sem nemendur lærðu mikið af. Hér má sjá myndir.