Viðurkenningar á sal í gær

Í gærmorgun komu allir nemendur saman á sal skólans þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir keppnina Nátturfræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaupið.

Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu: Rakel Eva Guðjónsdóttir og Sóley Eva Guðjónsdóttir í 10. bekk, Arnþór Einar Guðmundsson og Friðrik Helgi Ómarsson í 9. bekk, Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Arna Lind Jóhannsdóttir í 8. bekk, Vilhjálmur Jökull Arnarsson og Óðinn Helgason í 7. bekk, Fanney Mjöll Arnarsdóttir og Katrín Birta Birkisdóttir í 6. bekk, Tristan Andri Knutsen og Anton Stensbo Knudsen í 5. bekk, Baldvin Breki Helgason Auðun Aron Baldursson í 4. bekk, Óliver Máni Andrésson og Ágúst Stensbo Knudsen í 3. bekk, Gunnar Helgi Björnsson og Rayan Imran Bouhlali í 2. bekk og Styrmir Hrafn Eiríksson og Björgvin Stefánsson í 1. bekk. Úrslitin urðu hins vegar þannig að Rúnar Daði Vatnsdal í 8. bekk var með besta tímann, en það tók Rúnar 8:53 mín. að hlaupa skólahringinn sem er alls 2,2 km.

Í Náttúrfræðingnum hlutu svo eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur: Selma Sif Elíasdóttir 3. bekk, Sóley Líf Pétursdóttir 4. bekk, Sara Björk Kristjánsdóttir 4. bekk, Óliver Andri Einarsson 6. bekk, Salka María Vilmundardóttir 7. bekk, Snorri Karl Steinarsson 7. bekk, Vilhjálmur Jökull Arnarssson 7. bekk, Otto Þor Elíasson 8. bekk, Kristín Elma Margeirsdóttir 9. bekk, Nadía Ósk Sævarsdóttir 10. bekk.

Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2023 var hins vegar Sveinbjörn Heiðar Stefánsson í 7. bekk.

Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Myndir frá viðburðinum má sjá hér, en myndin sem fylgir fréttinni ef af Náttúrufræðingi Síðuskóla árið 2023.