Fréttir

Peysusala - peysusala

Við munum verða með einn söludag í viðbót á Síðuskólapeysunum. Nemendur 10. bekkjar eru að safna fyrir skólaferðalagi vorið 2013 og mun allur ágóði af peysusölunni renna í ferðasjóð þeirra. Peysurnar verða seldar  fimmtudaginn 1. nóv frá 17:00- 19:00 á kaffistofu starfsmanna í ritararýminu (gengið inn um íþróttahúsið).  Peysurnar kosta kr. 5500 og einungis er hægt að borga með peningum. Ef keyptar eru tvær eða fleiri peysur þá kostar peysan kr. 5000. Peysur þarf að greiða við pöntun. Peysurnar hlaupa um ½ númer við fyrsta þvott mjög gott að þvo þær á röngunni. Kær kveðja Nemendur og foreldrafulltrúar í 10. bekk Síðuskóla
Lesa meira

Haustfrí í Síðuskóla 22.-26. október

Í næstu viku er haustfrí í Síðuskóla.  Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skóli hefst að nýju mánudaginn 29. október samkvæmt stundaskrá. Í haustfríinu mun stór hluti starfsfólks skólans vera í námsferð í Boston. Megið þið eiga ljúft og gott haustfrí! Kveðja, starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Peysurnar á leiðinni!

Hettupeysurnar eru á leiðinni norður.  Þær verða afhentar föstudaginn 19. okt í matsal Síðuskóla á milli 15:00-16:00. Foreldrar og nemendur í 10. bekk. 
Lesa meira

Dagur tvö í Disney heiminum

Nú er þemadögum lokið og var dagurinn í dag ekki síður skemmtilegur en dagurinn í gær. Haldið var áfram að syngja, dansa, útbúa veggmyndir, leika leikrit og búa til hina ýmsu töfraheima.  Nemendur og starfsfólk eiga hrós skilið fyrir frábæra daga og hér má sjá myndir frá öllu fjörinu.
Lesa meira

Þemadagar - Disney þema

Þemadagar í Síðuskóla 16. og 17. október  Í dag var mikið fjör hjá okkur hér í skólanum. Allir nemendur og starfsfólk skólans hafa verið að vinna að Disney þema og má segja að skólinn okkar hafi breyst í nýja undraheima. Nemendur bjuggu til leikrit, bökuðu, elduðu, sömdu leikrit, bjuggu til Neðansjávarheim og Frumskógarheim.  Frábær dagur í alla staði eins og sjá má á eftirfarandi myndum.
Lesa meira

Við föðmum skólann á SMT degi!

Í dag var haldinn SMT dagur í Síðuskóla. Þá leggjum við áherslu á einkunnarorð skólans með allskonar óhefðbundinni vinnu. Kl. 10 fóru allir út til að faðma skólann og bjuggum við til hring sem hvergi slitnaði. Nemendur og starfsfólk sýna þannig að með sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt. Sjá myndir hér.
Lesa meira

Frístund 22. - 24. október

Vikuna 22. - 26. október er haustfrí í Síðuskóla en opið er í Frístund sem hér segir: Dagana 22.-24. október Börn sem eru skráð í Frístund mega vera frá kl: 8:00 – 16:15 Önnur börn mega vera kl 8:00 – 13:00 Dagana 25. og 26. október er einungis opið fyrir skráð börn í Frístund og mega þau vera frá kl: 8:00 – 16:15 Tilkynna þarf HVORT ÞAU VERÐI í Frístund! Annars er reiknað með að þau séu ekki þessa daga. Vinsamlegast tilkynnið börnin í síðasta lagi mánudaginn 8. október, á netfangið grh@akmennt.is, þar sem verið er að raða vöktum á þessa daga.
Lesa meira

Landsmót Samfés

Unglingar frá Akureyri taka þátt í Landsmóti Samfés. Landsmót Samfés hefst á Ísafirði á föstudaginn 5. október og stendur í 3 daga. Frá Akureyri fara fulltrúar úr öllum skólum alls 36 ungmenni sem öll starfa í félagsmiðstöðva-ráðum og sækja valgreinina félagsmálafræði á vegum félagsmiðstöðvanna. Von er á um 400 unglingum á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu. Dagskrá landsmótsins er fjölbreytt. Mótið hefst á kosningu í ungmennaráð Samfés sem er eina ungmennaráðið sem starfar á landsvísu með lýðræðislega kjörna fulltrúa alls staðar að af landinu. Tveir fulltrúar sitja í ráðinu frá Norðurlandi hverju sinni. Styrmir Elí Ingólfsson frá Akureyri er sitjandi fulltrúi í ráðinu og kosinn verður annar fulltrúi frá Norðurlandi á Ísafirði. Þau Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir og Ólafur Hrafn Kjartansson hafa boðið sig fram í það sæti fyrir hönd Akureyrar. Tilgangur ungmennaráðs er m.a. að ungmenni öðlist rödd í samfélaginu, auka jafningjafræðslu og hafa áhrif á viðburði á vegum Samfés. Á laugardag taka unglingarnir þátt í hinum ýmsu smiðjum sem m.a. tengjast útivist, matseld, handverki og fjölmiðlum svo fátt eitt sé nefnt. Dagurinn endar á hátíðarkvöldverði og balli á Bolungarvík. Landsmótinu líkur á sunnudag með Landsþingi ungs fólks sem ungmennaráðið skipuleggur og stýrir. Þar munu landsmótsgestir ræða ýmis mál sem brenna á ungu fólki. Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi standa fyrir fjölda viðburða fyrir félagsmiðstöðvar og unglinga ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum. Aðalmarkmið Samfés er að stuðla að aukinni félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi. 
Lesa meira

Náttúrufræðingur Síðuskóla 2012

Fimmtudaginn 27. september voru allir nemendur Síðuskóla kallaðir saman á sal til að fagna úrslitum í Náttúrufræðingi skólans 2012. Ár hvert höldum við keppni um það, hver hlýtur heiðursnafnbótina Náttúrufræðingur Síðuskóla þar sem allir nemendur skólans spreyta sig á myndum úr náttúru Íslands.   Keppnin felst í að greina 5 myndir af fuglum, 5 myndir af plöntum og 5 landslagsmyndir frá Íslandi. Í ár voru það 5 strákar sem lentu í efstu sætunum. Í 2. -4. sæti urðu Ásbjörn Guðlaugsson 5. KH, Kjartan Arnar Guðmundsson 6. HB, Haukur Brynjarsson 7. SEB og Ingólfur Bjarni Svafarsson 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla 2012 er Kristján Rúnar Kristjánsson 7. HL.   Til hamingjustrákar með góðan árangur!
Lesa meira

Góðir gestir í heimsókn í Síðuskóla

Síðuskóli er í Comeniusarsamstarfi við skóla í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni og komu kennarar og nemendur þessara skóla í heimsókn hingað í síðustu viku. Unnið var með þemað ,,sjálfbær borg"  Nemendur unnu að því í vikunni að hanna borg sem væri sem mest sjálfbær og skipulögðu þeir borgina með hliðsjón af stjórnmálum, mannvirkjum, orku­málum, samgöngum, skólamálum og fleiru sem þeir töldu að sjálfbær borg ætti að hafa yfir að ráða. Nemendur og kennarar gerðu sér margt til dægrarstyttingar og fóru þeir bæði í innanbæjartúr um söfn - Minjasafnið og Iðnaðarsafnið og skoðuðu áhugaverða staði - Lögmannshlíðarkirkja og Jólahúsið ásamt því að fara í heimsókn til bæjarstjórans. Einnig var farin dagsferð með íslenskum nemendum í Mývatns­sveit þar sem farið var á hestbak, í Dimmuborgir, Kröflu og jarðböðin. Á fimmtudegi og föstudegi 27. og 28. sept voru gestirnir kvaddir með tárum.
Lesa meira