Fréttir

eTwinning verkefni

Síðuskóli er þátttakandi í e-Twinning samfélaginu sem Evrópusambandið setti á laggirnar árið 2005.  Síðuskóli hefur tekið þátt frá árinu 2006 og hefur verið með nokkur verkefni í gangi á hverju ári. eTwinning verkefnið ICT4U hefur verið valið sem eitt af 10 bestu samstarfsverkefnum í Evrópu.  Síðuskóli er einn af þeim skólum sem standa að þessu verkefni og er í samstarfi við skóla í Belgíu, Grikklandi, Ungverjalandi og á Spáni.  Einnig koma aðrir skólar að þessu verkefni á netinu.  Verkefnið snýst um að finna forrit á netinu og nota þau í kennslu.  Nemendur tileinka sér ákveðin forrit og reyna að finna ákveðnar námsgreinar sem forritið gæti virkað í sem kennslugagn eða verkfæri til að ná á annan hátt til nemenda í nútíma skóla.  Ýmis verkfæri hafa verið prófuð s.s. animoto, facebook, googledocs, screencast og fleiri. Verkefnið er mjög skemmtilegt og fjölbreytilegt.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á sal Menntaskólans á Akureyri, 7.mars síðast liðinn.     Keppendur í ár voru 15 frá grunnskólum bæjarins þar af einn nemandi frá Hrísey. Skáld keppninnar í ár voru Kristín Helga Gunnarsdóttir og Gyrðir Elíasson. Lásu nemendur brot úr bókinni Draugaslóð eftir Kristínu og eitt ljóð eftir Gyrði. Einnig lásu þau eitt ljóð að eigin vali. Fulltrúar Síðuskóla í keppninni voru Jörundur Sigurbjörnsson, Steinar Logi Stefánsson og Valgerður Pétursdóttir sem var varamaður.   Þetta var hátíðleg stund og stóðu nemendurnir sig frábærlega. Steinar Logi náði verðlaunasæti, varð í þriðja sæti, en keppendur úr Lundarskóla hlutu 1. og 2. sæti.   Ólafur skólastjóri tók nokkrar myndir af keppendum og áhorfendum sem má finna hér.
Lesa meira

Útivistardegi frestað - vindhviður of miklar í Hlíðarfjalli

Það er ekki vitað í dag hvenær Síðuskóli fær úthlutað dag í fjallinu. Það verður tilkynnt um leið og verður ákveðið.
Lesa meira

Heimsókn í Rauðakrossinn

Þann 30. janúar 2012 fóru nemendur úr Síðuskóla í Rauðakrossinn og afhentu fatnað sem þeir hafa prjónað og saumað í vetur. Fatnaðurinn er að hluta saumaður uppúr gömlum fötum. Verkefnið heitir Föt sem framlag.  Rauðikrossinn hefur sennt  fatapakka m.a. til Hvíta Rússlands. Það er gott og þarft að geta lagt  til samfélagsins vinnu sína með gleði. Hér má sjá myndir af fatnaðinum og afhendingunni.
Lesa meira

Vetrarfrí 22.-24. febrúar

Dagana 22. -24. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Akureyrar. Frístund er opin frá 8:00-16:15 fyrir þá sem þurfa á gæslu að halda. Njótið vel frídaganna.  Kennsla hefst aftur mánudaginn 27. febrúar samkvæmt stundaskrá. Bestu kveðjur, starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin - forkeppni

Í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, kepptu 11 valdir nemendur úr 7. bekkjunum í Stóru upplestrarkeppninni. Velja þurfti þrjá fulltrúa til að keppa í aðalkeppni grunnskólanna á Akureyri í mars. Það var erfitt val fyrir dómnefnd því þarna voru margir mjög góðir upplesarar. Að þessu sinni voru þrír drengir hlutskarpastir. Tveir aðalmenn voru valdir Jörundur Guðni Sigurbjörnsson og Steinar Logi Stefánsson, varamaður var valinn Ríkharður Ólafsson. Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.
Lesa meira

Bolludagur

BOLLA - BOLLA - BOLLA Bolludagurinn er á mánudaginn og munu nemendur í 10.bekk að því tilefni selja nemendum bollur til styrktar útskriftarferðalagi í vor. Bollurnar sem hægt er að velja um eru gerbollur með súkkulaði, sultu og rjóma og vatnsdeigsbollur með súkkulaði, sultu og rjóma.  Hægt er að kaupa bollur án sultu eða rjóma en þá verður það að koma fram á pöntunarblaði.  Nemendur fengu í dag, miðvikudag, blað í hendurnar þar sem hægt er að velja bollur. Skila þarf blöðum á fimmtudag eða föstudag ásamt pening. Nemendur fá bollurnar í sínum heimastofum á mánudag nema 8. - 10.bekkur sem fær þær afgreiddar í sjoppunni. Verð:   Gerbollur            - 330 krónurVatnsdeigsbollur - 330 krónurBerlínarbollur      - 180 krónur BOLLA - BOLLA - BOLLA
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla 9. – 10. febrúar 2012

Árshátíð Síðuskóla verður haldin á fimmtudag og föstudag. Engin kennsla verður þessa daga. Skemmtun og ball fyrir 7. – 10. bekki verður á föstudagskvöldið. Nemendur í  1. – 6. bekk mæta allir á skemmtun og ball á föstudagsmorgun. Skemmtunin hefst kl. 10:00 og stendur til u.þ.b. 12:30. Auk þess sýna þeir á einni sýningu fyrir foreldra á fimmtudag eða föstudag, sjá dagskrá hér fyrir neðan. Góða skemmtun! >Dagskrá árshátíðarsýninga< Sjáið myndirnar!
Lesa meira

Snillinganámskeið

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar heldur Snillinganámskeið fyrir krakka fædda 2002 og 2003 á vorönn. Námskeiði byrjar strax að loknu vetrarfríi 28. febrúar og lýkur 29. mars. Þetta námskeið er ætlað krökkum með ADHD og skildar raskanir.   Nánari auglýsingu um námskeiðið má finna hér og umsóknareyðublað hér.
Lesa meira

100 MIÐA LEIKURINN 16. – 27. janúar 2012

Nemendur Síðuskóla (nema 7. bekkur sem er í Reykjaskólaferð) komu saman á sal 31. janúar til að ljúka 100 miða leiknum.  Tíu heppnir nemendur voru með hrósmiðana sína í verðlaunaröðinni og umbunin að þessu sinni er  að fara í keilu með skólastjóranum.  Nemendur voru til fyrirmyndar á sal  eins og vera ber við slíkt tækifæri. Nöfn vinningshafa eru: Bergur 6. SEB,  Bryndís Huld 6. HL, Elmar Már 1. MB,  Esra 10. B, Eva María 9. B, Freyr Wium 5. ASR,  Guðrún 8. KLM,  Jenný 7. JÁ,  Marko 5. TS,  Steinunn 6. SEB. Til upprifjunar um leikinn má geta þess að tilgangur hans er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. 10 nemendur fá sérmerktan umbunarmiða þá 10 daga sem leikurinn stendur yfir eða samtals 100 miða. Nemendur sem fá miða frá starfsmanni setja þá á 100 miða spjaldið og eiga með því möguleika á að vinna í leiknum. Vinningsröðin er ákveðin fyrirfram af skólastjóra svo og umbunin.
Lesa meira