Fréttir

Jólagjöf frá skólanum

Skólinn keypti 100 handsápur hjá UNICEF. Þær nýtast við að draga úr smiti og útbreiðslu sjúkdóma. Við hér í Síðuskóla vonum að þessi gjöf komi sér vel.

Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í vikunni fór fram setning á Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk og Litlu upplestrarkeppninni í 4. bekk. Við gátum ekki beðið lengur eftir því að geta gert það eins og við vildum. Það var virkilega gaman að heyra hvað krakkarnir voru áhugasamir um lestur.
Hér má sjá myndir. 

 

Lesa meira

Jólamyndataka í 5. bekk

Það var jólapeysudagur í 5. bekk í dag. Krakkarnir skelltu sér í jólamyndatöku af því tilefni, hér má sjá skemmtilegar myndir

Lesa meira

Skrautlegar hurðir

Nemendur og starfsfólk á B- gangi efndu til samkeppni í að skreyta hurðir á ganginum. Eins og sjá má á myndunum eru skreytingarnar skemmtilegar og lífga heldur betur upp á. 
 
Lesa meira

Fréttabréf desembermánaðar komið út

Heil og sæl
Fréttabréf desembermánaðar er komið út.
Bestu kveðjur úr Síðuskóla
Lesa meira

Skólastarf í COVID

Dagarnir í skólanum hafa verið óvenjulegir að undanförnu vegna takmarkana sem settar hafa verið vegna sóttvarna. Þrátt fyrir smávægilegar tilslakanir í síðustu viku eru nemendur enn í sínum hólfum með sínum kennurum og matast í minni hópum en venjulega. Hér má sjá myndir sem teknar voru í morgun en þar var 4. bekkur í íþróttum með sínum umsjónarkennara, 3. bekkur að borða í íþróttasalnum og 1. bekkur var úti á sínu svæði í frímínútum eftir matinn. Nemendur hafa ekki kippt sér mikið upp við þessar breytingar og hafa staðið sig einstaklega vel og allir eru glaðir eins og sjá má á myndunum með fréttinni.

Lesa meira

Jólaföndur í 5. bekk

Krakkarnir í 5. bekk föndruðu jóladagatal fyrir bekkinn í morgun. Jólaandinn sveif yfir, enda hvít jörð úti fyrir. 

Hér eru nokkrar myndir

Lesa meira

Fréttabréf nóvember

Búið er að senda út fréttabréf nóvembermánaðar, en hér má sjá það.

Lesa meira

Norrænar rafbækur

Undanfarin ár hefur dönskukennari í skólanum verið í Nordplus samstarfi við gerð og þýðingu rafbóka. Upphaflega voru það bara Norðurlöndin sem unnu saman að verkefninu en árið 2019 bættust lönd við þar sem Norðurlandbúar sækja skóla, s.s. Þýskaland, Eistland og Litháen. 

Markmið verkefnisins er að tengja löndin saman á auðveldan hátt í gegnum rafrænt bókasafn sem allir hafa aðgang að, ókeypis. Auk þess er kynning á menningu hvers lands í gegnum einfaldan texta sem hentar grunnskólabörnum.
Kennari og nemendur í Síðuskóla hafa búið til bækur og þýtt aðrar af dönsku og sænsku. Nemendur á miðstigi hafa lesið inn á bækur þannig að grunnskólabörn í öðrum löndum geti hlutstað á íslenskuna. Rafbækurnar hafa að geyma ýmsan fróðleik um hvert land og það sem hæst ber á góma í heiminum eins og Heimsmarkmiðin. Bækurnar eru góðar sem yndislestur og í kennslu þar sem hægt er að búa til margvísleg verkefni úr hverri bók. 

Hér má nálgast bækurnar http://atlantbib.org/ en einnig er hægt að fara í flipann "Skólinn" hér að ofan og finna tengil undir "Þróunarverkefni".

 

Lesa meira