ÍSAT

Jólaföndur hjá 4. og 6. bekk

Föstudaginn 11. desember unnu krakkar í 4. og 6. bekk ásamt foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimun saman að því að búa til jólaskraut. Gerðir voru englar úr eggjabökkum og hnetum, jólakort, óróa o.fl. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Afhending fatnaðar til Rauða krossins á Akureyri

/* /*]]>*/ Þriðjudaginn 1. desember afhentu nemendur Rauða krossinum á Akureyri fatnað sem þeir hafa verið að sauma fyrir verkefnið Föt sem framlag. Fötin voru saumuð í Síðuskóla og Lundaskóla en nemendur voru einnig frá öðrum skólum á Akureyri. Kennarar voru Guðfinna í Síðuskóla, Hafdís og Jónína Vilborg í Lundaskóla. Alls voru nemendur um 70 talsins. Upphaflega var talað um að fatnaðurinn færi til Malavi en þessi fatnaður fór til Hvíta Rússlands þar sem Rauði krossinn fékk neyðarkall þaðan um aðstoð. Myndir frá afhendingunni má sjá hér.
Lesa meira

Spurningakeppni Síðuskóla

/* /*]]>*/ Hin árlega spurningakeppni Síðuskóla fór fram miðvikudaginn 2. desember. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru á allan hátt til fyrirmyndar. Að lokum fór svo að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari.
Lesa meira

Grenndargralið afhent

/* /*]]>*/ Sigurvegararnir í leitinni að grenndargralinu fengu grenndargralið sjálft afhent við hátíðlega athöfn á sal 2. desember. Við erum mjög stolt af því að sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu 2009  komu héðan úr Síðuskóla þær Lovísa og Guðrún úr 9. bekk BJ.  Leitin að gralinu hófst mánudaginn 31. ágúst og henni lauk fyrir miðjan nóvember. Alls hófu 36 nemendur keppni, 24 úr Giljaskóla og 12 úr Síðuskóla. Sextán nemendur kláruðu allar þrautirnar 10 og hlutu  viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur. Hér í Síðuskóla voru það  Dagný og Jónanna úr 9.BJ  sem hlutu slíka viðurkenningu. Keppnin var löng og ströng eins og gefur að skilja. Meðal þess sem keppendur þurftu að kynna sér var íbúafjöldi á Akureyri árið 1789, hörmulegt slys í Eyjafirði 1954 og tengsl Jóns Sigurðssonar, frelsishetju Íslendinga, við fyrstu prentsmiðju Akureyringa. Við heimildaöflun þurftu keppendur m.a. að finna styttu Einars Jónssonar, Útlagar, skoða eintak af hinu merkilega tímariti Norðra og skoða húsið sem hýsti Amtsbókasafnið á Akureyri fyrstu 18 árin. Hér eru þó aðeins nefnd nokkur dæmi um þau viðfangsefni sem krakkarnir stóðu frammi fyrir. Hörð barátta var á milli keppenda undir lok keppninnar þegar orðið var ljóst að gralið væri innan seilingar. Óhætt er að segja að keppendur hafi lagt allt í sölurnar til að verða fyrstir að gralinu. Við þökkum Giljaskóla, sérstaklega Brynjari Karli Óttarsyni upphafsmanni grenndargralsins  fyrir að bjóða okkur að taka þátt í þessum skemmtilega leik og óskum Lovísu og Guðrúnu innilega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira

Gjöf frá KEA

Forráðamenn hótels KEA gáfu öllum nemendum í 1. -5. bekk buff. Á myndunum má sjá krakka í 3. bekk með nýju buffin. Við viljum nota þetta tækifæri og þökkum kærlega fyrir þessa gjöf. Myndir
Lesa meira

Eldvarnarvika í 3. bekk

Það er árlegur viðburður að slökkviliðsmenn fari í heimsókn í 3. bekk og fræði nemendur um eldvarnir. Fimmtudaginn 26. nóvember komu tveir þeirra hingað í Síðuskóla. Þeir ræddu um nauðsyn þess að vera með reykskynjara og slökkvitæki og mikilvægi flóttaleiðar. Einnig fóru þeir yfir hvernig bregðast ætti við ef eldur kemur upp í heimahúsi. Í lokin fengu börnin að skoða slökkvibíl og sjúkrabíl. Nemendur fylltu svo út getraun og fengu ennisljós og bókamerki frá slökkviliðinu. Heimsóknin var fræðandi og skemmtileg í alla staði. Myndir
Lesa meira

Heimsókn rithöfundar í 1. – 5. bekk

Gerður Kristný rithöfundur, kom í heimsókn og kynnti bækurnar sem hún hefur samið á síðustu árum. Gerður Kristný sagði nemendum stuttlega frá sjálfri sér og hvað hún hefði gert í sínum frítíma í æsku. Hún las fyrir krakkana úr bókinni Ballið á Bessastöðum. Myndir
Lesa meira

Myndir frá 4. bekk

Föstudaginn 27. nóvember komu foreldrar nemenda í 4. bekk að skreyta piparkökur með börnunum.  Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Frístund - símanúmer

Af gefnu tilefni viljum við benda á beina símalínu í Frístund sem er 461-3473.
Lesa meira

Heimsókn menntamálaráðherra

Á degi íslenskrar tungu, mánudaginn 16. nóvember, kom Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í heimsókn í skólann. Á meðan á heimsókninni stóð fór hún meðal annars inn í 2. bekk og fylgdist með kennsluaðferðum byrjendalæsis.
Lesa meira