ÍSAT

Myndir frá undirbúningi árshátíðar

Komnar eru inn myndir frá æfingum nemenda. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Skólahreysti

Fimmtudaginn 11. mars fer Skólahreysti fram í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst keppnin klukkan 18:00. Síðuskóli hefur sína fulltrúa á svæðinu og eru þeir eftirfarandi: Fyrir stráka keppa: Páll Hólm Sigurðarson og Arnór Þorri Þorsteinsson. Fyrir stelpur keppa: Auður Kristín Pétursdóttir og Helena Rut Pétursdóttir. Varamenn eru Hákon Guðni Hjartarson og Vilborg Austfjörð.
Lesa meira

Myndir frá 6. bekk

Mánudaginn 8. mars var foreldrasýning á verkefni um Snorra Sturluson og Sturlungaöldina sem 6. bekkur hefur verið að læra um í samfélagsfræði. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Undanúrslit í stóru upplestrarkeppninni

Föstudaginn 5. mars fóru fram undanúrslit í stóru upplestrarkeppninni í Síðuskóla. Aldís Sveinsdóttir og Kjartan Atli Ísleifsson voru valin til að keppa fyrir hönd Síðuskóla í úrslitunum sem fara fram miðvikudaginn 17. mars. Berglind Pétursdóttir var kjörinn varamaður.
Lesa meira

Byrjendalæsi í 1. bekk - myndir

Nemendur í 1. bekk í byrjendalæsi þar sem notast var við söguna um Pétur og úlfinn. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Árshátíðarundirbúningur

Nú styttist í árshátíðina og eru nemendur á fullu að æfa atriði og sinna öðrum undirbúningi. Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá nokkra nemendur úr 7. bekk æfa dans sem þau sömdu sjálf. Fleiri myndir eru væntanlegar.
Lesa meira

Lestrarvefur

Við vekjum athygli á vef hjá Kennaraháskóla Íslands sem fjallar um læsi og lestrarörðugleika. Þar gefur að líta m.a. fræðsluefni, niðurstöður rannsókna og ýmsar leiðbeiningar. Vefurinn er afar aðgengilegur http://lesum.khi.is
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla

/* /*]]>*/ Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Árshátíð Síðuskóla verður haldin 11. og 12. mars. Þessa daga er ekki kennt samkvæmt stundaskrá en dagskráin er sem hér segir. Fimmtudagur 11. mars  Klukkan 11:30verður sýning fyrir nemendur í 1. - 5. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 5. SB, 5. HL, 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð er 200 kr. og verður ball og sjoppa eftir sýningu. Tómstunda- og leikherbergi verða opin.           Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. ASR, 4. SG, 5. SB, 7. bekkur, 8. HF og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu.  Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. -7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu í stofu 31 meðan á sýningu stendur. Föstudagur 12. mars Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. TS, 4. SS, 5. HL, 8. B og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu. Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. - 7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu meðan á sýningu stendur. Klukkan 19:30verður sýning fyrir nemendur í 6. - 10. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð: 500 kr. fyrir 6. og 7. bekk, 700 kr. fyrir 8. - 10. bekk. Þeir sem koma eingöngu á ballið borga 700 kr. Ball, sjoppa, tómstundaherbergi og kaffihús eftir sýningu. Ballið stendur til 24:00 en nemendur í 6. og 7. bekk fara heim klukkan 22:30.                  Frístund er opin árshátíðardagana fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar. Foreldrar þurfa að láta vita ef þeir ætla að nota þessa þjónustu og er síminn í frístund 461-3473. Þeir nemendur sem eru ekki í annaráskrift þurfa að koma með nesti. Nauðsynlegt er að allir nemendur mæti a.m.k. 15 mín. áður en sýning hefst. Við hlökkum til að sjá ykkur á árshátíðinni og vonum að þið skemmtið ykkur vel. Starfsfólk og nemendur Síðuskóla
Lesa meira

Bingó

Laugardaginn 27. febrúar kl. 16:00 heldur Undirheimar í Síðuskóla bingó í sal skólans. Bingóið er liður í fjáröflun vegna ferðar á Samfés hátíðina. Hvert spjald kostar 300 kr. sjoppa á staðnum. Allir velkomnir
Lesa meira

Heimsókn námsráðgjafa VMA og MA

Mánudaginn 1. mars verða námsráðgjafar Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri með kynningu fyrir foreldra og nemendur í 10. bekk. Kynningin verður í salnum og hefst klukkan 8:15. Foreldrar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira