21.04.2010
/*
/*]]>*/
2. bekkur í heimilisfræði.
Nemendur gerðu gerdeig og fengu að leika sér með það. Gerðar voru kanínur, fléttubrauð og kringlur.
Mjög skemmtilegir tímar og hefði tíminn mátt vera lengri.
Myndir má sjá hér.
8. Bekkur Heimilisfræði.
Haraldur frá Minjasafnin Akureyrar kom í heimsókn og sagði nemendum frá hreinlæti í gamla daga.
Hann kom með nokkra muni sem voru all sérstakir. T.d. tannlæknabor, áhöld til raksturs og skeggbollinn, sem hefði komið
þeim sem tóku þátt í mottumars vel að gagni.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
16.04.2010
Almannavarnir vilja benda á að ekki er þörf á að fólk noti rykgrímur annarsstaðar en þar sem er sýnilegur gosmökkur. Það
er ekki nauðsynlegt að fólk gangi með rykgrímur en mælt er með því að fólk noti rykgrímur á öskufallsvæðinu.
Eins og er nær öskufallssvæðið til Vestur Skaftafellssýslu og svæðisins næst Eyjafjallajökli.
Fréttir birtast stöðugt á vefnum: http://almannavarnir.is
Lesa meira
16.04.2010
7. bekkur dvaldi á Reykjum dagana 12.-16. apríl í góðu yfirlæti. Hjá okkur var hrikalega gaman og ógleymanleg
dvöl.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
16.04.2010
Í gær, fimmtudaginn 15. apríl, fengum við heimsókn frá þremur handboltaköppum. Þetta voru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson,
Sturla Ásgeirsson og Arnór Atlason. Þeir eru á landinu vegna landsleikja við Frakka sem fara fram um helgina.
Strákarnir kynntu sig og sögðu frá náms- og handboltaferli og svöruðu síðan spurningum frá fróðleiksfúsum nemendum.
Við þökkum þeim kærlega fyrir þessa heimsókn og óskum þeim góðs gengis í leikjunum gegna Frökkum um helgina.
Nemendur og starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira
08.04.2010
Í janúar og febrúar hafa nemendur í 3. bekk verið að læra um það hvernig og úr hverju torfbæir voru byggðir. Nemendur byggðu
svo saman torfbæ þar sem þeir m.a. hlóðu steinhleðslu. Verkefnið gekk mjög vel og var virkilega gaman að vinna þetta með nemendunum.
Myndir má sjá hér af byggingarvinnunni.
Lesa meira
26.03.2010
Páskaleyfi í Síðuskóla hefst í dag 26. mars.
Skipulagsdagur er þriðjudaginn 6. apríl og er frístund lokuð þann dag.
Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7. apríl.
Gleðilega páska
Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira
26.03.2010
Matseðill fyrir apríl er kominn inn.
Hann má nálgast hér.
Lesa meira
26.03.2010
Nýjar myndir eru komnar inn á myndasvæði 1. bekkjar.
Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira
26.03.2010
/*
/*]]>*/
Lestrarkeppnin í ár var hörkuspennandi og skemmtileg. Hún stóð frá 15. til 26. mars. (Heldur styttri tími en í fyrra m.a. út af
árshátíðinni).
Alls lásu nemendur hvorki meira né minna en 32.152 blaðsíður eða að meðaltali 378 bls. á mann.
Viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur hljóta:
Jóel Fjalarsson 4. SG
Bergsveinn Máni Sigurðsson 4. SS
Sævar Þór Fylkisson 4. SS
Viðurkenningar fyrir miklar framfarir hljóta:
Bryndís Huld Þórarinsdóttir 4. SG
Berlind Eir Ólafsdóttir 4.SS
Guðbjörg Inga Hjaltadóttir 5. HL
Ingólfur Þór Hannesson 5. HL
Ríkharður Ólafsson 5. HL
Sigurður Orri Hjaltason 5. HL
Alexander Orri K. Alexandersson 5. SEB
Baldur Ingi Jónsson 5. SEB
Gunnar Jónas Hauksson 5. SEB
Lestrarhestar og þeir sem sýndu mestar framfarir fá í verðlaun bókina Dýraríkið - Alfræði barnanna um dýrin í
heiminum eftir Penelope Arlon í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Þetta er mjög falleg, skemmtileg og fræðandi bók um
dýrin í heiminum.
Lestrarhestur í 4. SG er: Steinunn Gréta Kristjánsdóttir
Mestar framfarir í 4. SG sýndi: Sunna Steingrímsdóttir
Lestrarhestur í 4. SS er: Hákon Alexander Magnússon
Mestar framfarir í 4 SS sýndi: Hulda Margrét Sveinsdóttir
Lestrarhestur í 5. HL er: Eva Dís Halldórsdóttir
Mestar framfarir í 5. HL sýndi: Valgerður Pétursdóttir
Lestrarhestur í 5. SEB er: Hafþór Már Vignisson
Mestar framfarir í 5. SEB sýndi: Sara Rut Jóhannsdóttir
Og hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni..............:)
Það er............ 5. bekkur, en þau lásu hvorki meira né minna en 22.369 blaðsíður samtals.
Lesa meira
23.03.2010
/*
/*]]>*/
Í dag héldum við upp á það að nemendur skólans hafa hjálpast að við að safna 15 þúsund
laufblöðum (hrósmiðum). Umbun var á sal en þar voru allir bæði nemendur og starfsfólk. Við fengum heimsókn frá Dýrunum
úr Hálsaskógi úr Freyvangsleikhúsinu en síðan komu Magni Ásgeirsson og Rúnar Freyr Rúnarsson og spiluðu fyrir okkur og
tóku áhorfendur vel undir. Það er óhætt að segja að allir skemmtu sér konunglega bæði fullorðnir og börn.
Nú er bara að byrja að safna aftur!
Myndir má sjá hér.
Lesa meira