ÍSAT

15 þúsund laufblöð!

/* /*]]>*/ Í dag héldum við upp á það að nemendur skólans hafa hjálpast að við að safna 15 þúsund laufblöðum (hrósmiðum). Umbun var á sal en þar voru allir bæði nemendur og starfsfólk. Við fengum heimsókn frá Dýrunum úr Hálsaskógi úr Freyvangsleikhúsinu en síðan komu Magni Ásgeirsson og Rúnar Freyr Rúnarsson og spiluðu fyrir okkur og tóku áhorfendur vel undir. Það er óhætt að segja að allir skemmtu sér konunglega bæði fullorðnir og börn. Nú er bara að byrja að safna aftur! Myndir má sjá hér.
Lesa meira

4.SS á Kiðagili

Nemendur í 4. SS fóru á Kiðagil fyrir skemmstu og lærðu þar ýmislegt bæði til gagns og gamans. Ferðin tókst mjög vel og höfðu nemendur, foreldrar og kennari gaman af. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Holugeitungur í Síðuskóla

Þann 9. mars sl. kom Elín Skarphéðinsdóttir með geitung í skólann sem hún hafið séð á pallinum heima hjá sér. Þótti henni að vonum sem geitungurinn væri óvenju snemma á ferðinni. Var haft sambandi við Erling Ólafsson, skordýrafræðing, sem vildi endilega fá dýrið sent til nánari skoðunar. Var það sent til Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt stórri bjöllu sem barst hingað með mandarínum í desember og menn héldu jafnvel vera kakkalakka. Kom í ljós að geitungurinn var holugeitungur en hingað til hafa eingöngu trjágeitungar fundist á Akureyri.  Þetta eru því þáttaskil í útbreiðslu tegundarinnar því til þessa hefur hún ekki gundist með vissu norðar en í Kjós.  Sem sagt, afar áhugavert en kannski ekki mjög spennandi fyrir norðanmenn sem engan sérstakan áhuga hafa á velferð og framgangi geitunga. Um þessa tegund má lesa hér http://www.ni.is/poddur/gardur/poddur/nr/1056 Bjallan, sem margir nemendur hafa skoðað, reyndist vera varmasmiður sem er algengur víða erlendis og hefur numið hér land. Um hann má lesa hér.http://www.ni.is/poddur/gardur/poddur/nr/1147
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2010 í 7. bekk grunnskólanna á Akureyri, var haldin í Menntaskólanum miðvikudaginn 17. mars. Keppendur voru 16 og stóðu sig allir með mikilli prýði. Kjartan Atli Ísleifsson keppti fyrir Síðuskóla og lenti í 2. sæti. Í fyrsta sæti varð Aron Elvar Finnson úr Glerárskóla og í þriðja sæti varð Hildur Emelía Svavarsdóttir úr Brekkuskóla. Við óskum keppendum öllum innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Áhugaverður fyrirlestur um einelti og forvarnir

„Einelti á vinnustöðum, heimilum og skólum og sjálfsvíg, forvarnir og sorg." "(Suicide Prevention and Grief and Bullying in Workplace, Home and School"). Laugardagur 20. Mars kl. 12.00 – 15.30 í Síðuskóla Skráning á fyrirlestur í gegnum netfangið jericoakureyri@gmail.com Sr. Tony Byrne og systir Kathleen Maguire ætla að miðla okkur af þekkingu sinni og fræða um sína reynslu í þeirra starfi. Þau sinna námskeiðshaldi og fyrirlestrum sem snúa að uppbyggingu einstaklingsins og fjölskyldunnar. Fyrst og fremst reyna þau að gera fólk meðvitaðra um vandamálin sem við er að glíma og kenna hvernig best er að fást við vandamálin og horfast í augu við þau.
Lesa meira

Myndir frá árshátíð

Myndir frá árshátíðinni má sjá hér.
Lesa meira

Skólahreysti - Úrslit

Þann 11. mars síðastliðinn fór fram keppni í skólahreysti hér á Akureyri. Stóðu nemendur Síðuskóla sig mjög vel og enduðu í 2. sæti. Við óskum keppendum til hamingju með árangurinn.
Lesa meira

Útivistardagur - Myndir

Myndir frá skíðaferðinni 16. mars eru komnar inn á myndasíðuna. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Bólusett verður gegn svínainflúensu fimmtudaginn 25. mars

/* /*]]>*/ Bólusett verður hér í Síðuskóla þann 25. mars.  Auk skólahjúkrunarfræðings mun annar hjúkrunarfræðingur og skólalæknir sjá um bólusetninguna. Foreldrar eru beðnir að láta vita ef börn eru búin að fá bólusetningu eða ef þeir kæra sig ekki um að börn þeirra séu bólusett.  Sjá áður sendar upplýsingar í netpósti. Dóra Björk Jóhannsdóttir, Skólahjúkrunarfræðingur Síðuskóla
Lesa meira

Skíðadagur Síðuskóla 2010

Útivistardagur er áætlaður þriðjudaginn 16. mars ef veður leyfir. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall og fyrsta rúta leggur af stað þangað ca. 8:30. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Heimferð með kennurum er kl. 12:00 og 12:15 en þeir nemendur í 5.-10. bekk sem ætla að vera lengur verða að koma sér heim sjálfir. Nemendurþurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ef þeir ætla að vera lengur en til 12:00 uppi í fjalli. Nemendur í frístund fara þangað eins og venjulega. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu. Skóla er lokið eftir hádegismatinn. Muna eftir næringaríku og góðu nesti og klæða sig vel! Við hvetjum ykkur eindregið til að sjá um að börnin ykkar noti hjálm og bendum á að það er hægt að fá lánaða hjálma í fjallinu. Starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira