25.01.2010
Nýjar myndir eru komnar inn í myndaalbúm 6. bekkjar.
Náttúrufræðikynning frá því í desember
&
Enskutími hjá 6.1
Lesa meira
25.01.2010
Föstudaginn 16. janúar spiluðu 2. og 3. bekkur saman.
Krakkarnir í 3. bekk voru að kenna krökkunum í 2. bekk á nýju spilin sem við höfum verið að fá í skólann núna
í vetur. Það var mikið líf og fjör hjá krökkunum.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
20.01.2010
Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og ADHD samtökin í samvinnu við Þroska– og hegðunarstöð HH bjóða börnum með ADHD að taka
þátt
í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árin 200 og 2001 og eru 6 börn í
hverjum hópi. Áhersla er
lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra.
Eftirfarandi þættir verða teknir fyrir í hópunum:
Tilfinninga– og reiðistjórnun, félagsfærni, sjálfstjórn og þrautalausnir.
Námskeiðið verður frá 22. febrúar til 24. mars n.k. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 16.– 17.30, alls 10 skipti.
Umsóknir berist til gudrunkr@akureyri.is eða bjorg@akureyri.is eða hringið í síma 460-1420
Nánari upplýsingar er að finna hér http://naustaskoli.is/news/snillingarnir_-_namskeid/
Lesa meira
14.01.2010
/*
/*]]>*/
Í desember var ákveðið að í stað furðufatadags sem venjulega er á haustönn verði haldin öðruvísi vika í janúar.
Mánudaginn 18. janúar er bleikur dagur en þá mæta allir í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt.
Þriðjudaginn 19. janúar er hatta, húfu eða gleraugnadagur en þá mæta allir með hatt, húfu eða gleraugu.
Miðvikudaginn 20. janúar er doppóttur eða köflóttur dagur en þá mæta allir
í eða með eitthvað doppótt eða köflótt.
Fimmtudaginn 21. janúar er ekki svartur dagur en þann dag klæðist enginn svörtu.
Föstudaginn 22. janúar endum við öðruvísi viku svo með sparifatadegi en þá mæta allir í sínu
fínasta pússi.
Lesa meira
04.01.2010
Matseðill fyrir janúar er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira
23.12.2009
Á aðventunni fór 5. bekkur í heimsókn í Glerárkirkju og fræddist m.a. um hjálparstarf kirkjunnar. Í framhaldi af því kom
upp sú hugmynd að láta gott af sér leiða fyrir jólin. Var ákveðið að hafa söfnun í bekknum þar þeir sem vildu
gætu komið með 200-300 krónur. Þetta tókst vel og útkoman varð sú að árgangurinn keypti tvö
gjafabréf sem frelsa barn úr skuldaánauð og auk þess eitt gjafabréf með geit. Var gaman að sjá hve mikla gleði þetta veitti
krökkunum.
Lesa meira
17.12.2009
Fimmtudaginn 17. desember voru krakkarnir í 1. bekk að skreyta piparkökur með hjálp frá foreldrum og eldri systkinum.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
17.12.2009
Í síðustu heimilisfræðitímunum fyrir jól fengu nemendur í 3. bekk TS að baka engiferkökur. Það gekk mjög vel og
voru nemendur til fyrirmyndar. Og allir í þessum hópi fengu hrósmiða í lok tímans.
Myndir má sjá hér.
Smellið á Lesa meira til að sjá uppskrift af kökunum.
Lesa meira
17.12.2009
Miðvikudaginn 16. desember fór 3. bekkur í bæjarferð. Jólakötturinn og jólaljósin voru skoðuð.
Þaðan lá leið okkar á Minjasafnið þar sem við fengum fræðslu um jólahald í gamla daga og einnig var sögð saga um draugagang
í Nonnahúsi. Ferðin gekk í alla staði vel og þökkum við foreldrum og Birni bílstjóra kærlega fyrir samveruna og
aðstoðina.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
14.12.2009
Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla
Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Skólinn hefur verið skreyttur og eru nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum
þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur
æfir jólaleikrit, skautaferðir og aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju.
Litlu jólin
Litlu jólin eru 18. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30. Niðurröðun bekkja
má sjá hér á eftir. Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á
jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með
umsjónarkennurum í bekkjarstofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er
frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk.
Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 18. desember eru beðnir um að hafa samband við Ingu í síma
4613473 eða á netfangið ingtraust@akmennt.isfyrir miðvikudaginn 16. desember.
Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar klukkan 8:00.
Viðtalsdagur í Síðuskóla er 12. janúar 2010.
Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakkar samstarfið á
árinu sem er að líða
Niðurröðun bekkja á litlu jólin
Kl. 8: 30
1. bekkur, 2. bekkur MB, 3. bekkur TS
4. bekkur SG, 5. bekkur HL, 6. bekkur EJK 1,
8. bekkur B, 9. bekkur BJ, 10. bekkur SA.
Kl. 10:30
2. bekkur SES, 3. bekkur ASR, 4. bekkur SS,
5. bekkur SEB, 6. bekkur EJK
7. bekkur, 8. bekkur HF, 9. bekkur SBD, 10. bekkur SS.
Lesa meira