09.01.2020
Frá Menntamálastofnun:
Undanfarin ár hafa lesfimipróf frá Menntamálastofnun verið notuð í ykkar skóla og þið hafið fengið upplýsingar um niðurstöðurnar í vegnum orðum á mínútu. Það þýðir að lesinn orðafjöldi er stilltur af út frá þyngd
textans.
Nú þegar töluverð reynsla er komin á prófin er tímabært að endurskoða þau og þróa enn frekar. Hingað til
hafa nemendur lesið A-textann í september og maí og B-textann í janúar en nú verður B-textinn tekinn út
svo nemendur lesa A-textann í öll þrjú skiptin.
Þetta gerir túlkun mun auðveldari og gefur ykkur réttari mynd af þróun lestrarfærninnar.
Þessar breytingar hafa þau áhrif að uppfæra þarf töflu sem reiknar vegin orð á mínútu og mun það hafa
afturvirk áhrif á nokkurn hóp nemenda þannig að niðurstaðan frá í september getur hliðrast upp eða niður
um þrjú orð.
Því gæti orðið misræmi á útprentanlega einkunnablaðinu sem þið hafið þegar í höndunum frá síðastliðnu
hausti og því sem þið fáið eftir janúarprófin.
Lesa meira
20.12.2019
Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Minnum á að skólahald hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar.
Lesa meira
12.12.2019
Jólaballi 1. - 4. bekkjar sem vera átti í dag er frestað.
Lesa meira
11.12.2019
Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá. Búast má við að hluti starfsfólks eigi í erfiðleikum með að komast til vinnu í fyrramálið og að öll umferð gangi hægar fyrir sig en venjulega. Foreldrar skulu sjálfir meta aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið munu skólastjórnendur sýna því skilning. Þó er eindregið óskað eftir því að starfsfólk viðkomandi skóla sé látið vita að börnin séu á öruggum stað.
Lesa meira
11.12.2019
Skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og Tónlistarskólanum fellur niður í allan dag, miðvikudaginn 11. desember, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira
10.12.2019
Skólahald fellur niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri.
Staða mála og veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun. Tilkynning um það verður birt fyrir hádegi.
Lesa meira
09.12.2019
Þar sem veðurspá er slæm fyrir morgundaginn og miðvikudaginn viljum við minna á sameiginlegar verklagsreglur fræðslusviðs fyrir alla grunnskólana á Akureyri þegar óveður og/eða ófærð er í bænum. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá þær:
Lesa meira
09.12.2019
Ball verður haldið í Síðuskóla fyrir nemendur í 1. - 4. bekk fimmtudaginn 12. desember frá klukkan 16.00 – 17:30. . Við mælum með jólasveinahúfum og/eða jólapeysum. Aðgangseyrir er 500 krónur og er svali og sælgæti (bland í poka) innifalið. Sjoppa líka opin. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Lesa meira