ÍSAT

Útivistardagur Síðuskóla 26. mars 2014

Útivistardagur er áætlaður miðvikudaginn 26. mars 2014 ef veður leyfir. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað ca. 8:20. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr. Fyrir 4. – 10.  bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og höfum við íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir ( 1. – 3. bekkur ) mega koma með sinn búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðibúnaður er í boði fyrir alla nemendur. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ( í boði fyrir 6. – 10. bekk) ef þeir ætla að vera lengur en til 12:30 uppi í fjalli.   Skóladegi  lýkur kl.  13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu. Munið eftir næringaríku og góðu nesti og að klæða sig vel. Hjálmskylda er þennan dag og engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu. Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að fylgjast með því á miðvikudagsmorguninn, ef veður er tvísýnt, hvort farið verður í fjallið áður en nemendur koma í skólann. Það mun birtast á heimasíðunni.
Lesa meira

Risastór snjókarl á skólalóðinni

Mikið hefur snjóað á Norðurlandi síðastliðinn sólarhring. Krakkarnir í 5. bekk nýttu tækifærið og bjuggu til stærðarinnar snjókarl.  Hér sjást þau ánægð með verkið.   
Lesa meira

Spjaldtölvur að gjöf

Skólanum barst góð gjöf frá Foreldra-og kennarafélagi Síðuskóla, FOKS í dag. Nokkrir stjórnar­menn komu með sex spjaldtölvur sem þeir hafa safnað peningum fyrir með því að fara milli fyrirtækja á Akureyri. Með í förinni var  Elín Dögg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri  Dekkjahallarinnar  en Dekkjahöllin gaf eina af þessum tölvum.  Þetta er virkilega kærkomin gjöf til að auka fjölbreytnina  í kennslunni. Alls hefur foreldrafélagið fært skólanum 10 spjaldtölvur af Samsung gerð í vetur. Ekki ónýtt að hafa svona bakhjarl.
Lesa meira

Leikfangasöfnun

Ungmennaráð Unicef á Íslandi og SAMTAKA á Akureyri ætla að standa fyrir leikfangabasar fyrir börn á Glerártorgi, laugardaginn 22. mars, frá kl. 13-17. Börnin geta komið með leikföng á skrifstofu skólans og fá stimpil í kort í staðinn. Síðan geta þau valið sér leikföng á skiptimarkaðnum og þar gildir, einn stimpill = einn hlutur. Eða komið með leikföng á skiptimarkaðinn sjálfan og fengið önnur í staðinn. Nánari upplýsingar.
Lesa meira

Fulltrúar Síðuskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrakeppninnar í 7. bekk. Þar lásu átta nemendur úr 7. bekk og þurfti að velja fulltrúa skólans sem taka þátt í lokakeppninni sem fram fer í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 2. apríl. Dómnefnd skipuðu Helga Hauksdóttir og Jenný Gunnbjörnsdóttir. Eftir nokkrar yfirlegu valdi dómnefndin Emelíu Kolku Ingvarsdóttur og Jörund Traustason sem aðalfulltrúa skólans og til vara var valin Fanney Rún Stefánsdóttir. Hér má sjá myndir sem voru teknar á lokahátíðinni, þar sem allir 7. bekkingar fengu afhent viðurkenningarspjöld fyrir þátttökuna.
Lesa meira

Síðuskóli sigraði!

Síðuskóli sigraði Akureyrarriðilinn í Skólahreysti í gær.  Keppendur voru þau Melkorka Ýrr, Inga Sól, Hrannar og Svavar öll úr 10. bekk. Sigurður og Harpa einnig úr 10. bekk voru varamenn. Þetta var frábær frammistaða hjá hópnum en Síðuskóli vann fjórar greinar af fimm keppnisgreinunum. Það var mikil stemning í höllinni og við í skólanum erum afskaplega stolt af þeim. 15. maí verður síðan lokakeppnin í Laugardalshöll, þar sem okkar fólk keppir við sigurvegara úr öðrum riðlum. Fjölmargar myndir voru teknar, bæði af keppendum og stuðningsliði.
Lesa meira

15.000 miða hátíðin 2014

Við héldum upp á að nemendur hafa safnað 15.000 hrósmiðum. Af því tilefni fengum við tónlistarmenn í heimsókn og allur skólinn mætti á sal og söng með þeim. Það sést á myndunum að nemendur og starfsmenn kunnu vel að meta Magna og Rúnar Eff.
Lesa meira

Skólahreysti

Riðlakeppni í skólahreysti fer fram á morgun, miðvikudaginn 12. mars og hefst klukkan 13:00 í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Þar fara fram tveir riðlar, annars vegar skólar frá Akureyri og hins vegar skólar af Norðurlandi (utan Akureyrar). Við eigum núna titil að verja þar sem Síðuskóli vann sinn riðil í fyrra og komst í aðalkeppnina í Reykjavík. 5.-10. bekkir fá leyfi eftir hádegi (frá 12.00) til að fara og fylgjast með keppninni.  Það verður ekki kennsla í þessum árgöngum eftir hádegi. Nemendur fara á eigin vegum og það er ekki skylda að mæta þar sem ekki er mögulegt að vera með formlega gæslu á staðnum. Litur Síðuskóla í ár er rauður, endilega fjölmenna í RAUÐU.  Hér má sjá mynd af sigurvegurum síðasta árs.
Lesa meira

Frá árshátíð

Nú hafa fleiri myndir bæst við frá árshátíðinni. Ljósmyndari er Benedikt Sigurgeirsson.
Lesa meira

Söguskjóður - kynning miðvikudaginn 12.mars

Miðvikudaginn 12. mars nk. verður haldin kynning á verkefninu Söguskjóður í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu. Söguskjóður er foreldraverkefni sem hefur verið unnið á leikskólunum á Dalvík með góðum árangri en sérstök áhersla er á að fá foreldra af erlendum uppruna inn í verkefnið enda ljóst að jákvæð viðhorf og stuðningur foreldra er lykilatriði í farsælli skólagöngu barna. Verkefnið gengur út á að foreldrar koma inn í leikskólana að skóladegi loknum og búa til málörvandi gögn tengd barnabókum á íslensku undir leiðsögn verkefnastjóra og kennara leikskólans, boðið er upp á barnagæslu á öðru svæði leikskólans meðan á vinnunni stendur. Verkefnið er byggt á hollenskri fyrirmynd og má heimfæra hugmyndafræðina á grunnskóla, hverfamiðstöðvar eða aðrar stofnanir. Verkefnið hefur margþætt markmið:  það eykur tengsl foreldra við leikskóla/grunnskóla og eflir öryggi foreldra í sambandi við starf skólanna það ýtir undir að foreldrar kynnist sín á milli, uppgötvi nýjar hliðar hvers annars og að þeir blómstri í starfi með leikskólanum óháð tungumáli það styður við íslenskukunnáttu erlendra foreldra það verða til góð málörvandi gögn í skólunum sem öllum foreldrum er síðar boðið að fá lánuð heim til að vinna með börnum sínum það ýtir undir bóklestur barna og skemmtilegar samverustundir barna og foreldra við lestur, leik og spil Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og fékk nýlega viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu. Það hefur einnig verið kynnt á morgunverðarfundi um innflytjendamál á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og á fleiri stöðum.
Lesa meira