12.06.2014
Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið
fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í
stóra inngarðinum í rjómablíðunni sem sést á þessum myndum. Útskrifaðir voru 54
nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar
á nýjum vettvangi.
Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið
það gott í sumarleyfinu.
Skólinn hefst að nýju
með skólasetningu þann 21. ágúst.
Með sumarkveðju,
Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira
10.06.2014
Fréttabréf maí 2014
Fréttabréf
apríl 2014
Fréttabréf
mars 2014
Fréttabréf
feb. 2014
Fréttabréf jan.
2014
Fréttabréf des.
2013
Fréttabréf
nóv. 2013
Fréttabréf
okt. 2013
Fréttabréf sept. 2013
Lesa meira
05.06.2014
Skólaslit í Síðuskóla verða föstudaginn 6. júní sem hér segir:
Kl. 9:00 1. - 4. bekkur á sal Síðuskóla
Kl. 10:00 5. - 9. bekkur á sal Síðuskóla
Kl. 17:00 10. bekkur í Glerárkirkju
Lesa meira
03.06.2014
Í dag var síðasta umbun skólaársins hjá 6. bekk. Þessir hressu krakkar létu rigningu og heldur svalt veður ekki stoppa sig í að
fara í sápufótbolta úti.
Gunni húsvörður útbjó þennan fína völl og svo var spilaður fótbolti með miklum tilþrifum. Í lokin var boltanum hent
útaf og allir skemmtu sér saman.
Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum!
Lesa meira
03.06.2014
Eins og fram kom í fréttabréfinu eru umhverfisdagar 4. og 5. júní. Þá munu árgangar fara um bæinn og nágrenni hans og læra
á umhverfið og leika sér í leiðinni. Skóladegi lýkur 12:30 þessa daga.
Dagskrá hjá hverjum árgangi má sjá hér.
Lesa meira
28.05.2014
Í síðustu viku bauð foreldri nemanda í 2. bekk okkur á hestbak.
Við fórum hjólandi upp í hesthúsahverfi en þegar þangað var komið fengu allir að prófa að fara á bak stuttan hring. Við
sáum marga fallega hesta og fengum Svala og snúð. Þetta var mjög skemmtileg ferð en það komu ekki allir alveg heilir heim því það
urðu nokkur minniháttar hjólaslys á leiðinni heim. Ekki alvarleg þó sem betur fer.
Í fyrradag komu svo krakkarnir úr 2. bekk í Giljaskóla í heimsókn
til okkar. Við borðuðum saman nestið og fórum svo út að kríta. Þá varð þessi líka risastóri Óli prik
til!
Hér má sjá myndir frá atburðunum.
Lesa meira
23.05.2014
Undanfarna daga hafa nemendur í 4. - 7. bekk tekið þátt í
frjálsíþróttamóti grunnskólanna í Boganum. Allir árgangar hafa staðið sig vel með því að taka
þátt og leggja sig fram með bros á vör. Myndin er af 7. bekkingum sem sigruðu jafnaldra sína úr öðrum
skólum með glæsibrag og hér eru fleiri myndir frá keppni
þeirra.
Lesa meira
20.05.2014
Stór hópur úr 9. bekk í Síðuskóla gekk á Súlur í morgun í blíðskapar veðri. Ferðin tókst mjög
vel og gleði skein af andlitum krakkanna þegar þeir náðu toppnum. Margir renndu sér á rassinum niður og gaman var að stoppa í stóru gili
og láta sig gossa fram af brún þess.
Myndir úr göngunni má sjá hér.
Lesa meira
20.05.2014
2. bekkur hefur s.l. 2 vikur verið að læra um heimabæinn okkar
Akureyri. Í gær var farið í vettvangsferð til þess að skoða styttuna af Helga magra og Þórunni hyrnu, fyrsta landnámsfólkinu okkar
og leikskólann sem heitir í höfuðið á dóttur þeirra hjóna, Hólmasól.
Í leiðinni skoðuðum við þekktar byggingar eins og
Ráðhúsið, Sjallann,
Amtsbókasafnið, Lögreglustöðina og Akureyrarkirkju. Við töldum kirkjutröppurnar og flestir voru sammála um að þær væru 109
talsins.
Nemendur höfðu gaman af ferðinni og
voru fjörugir eins og kálfar að vori.
Lesa meira
18.05.2014
Þau stóðu sig frábærlega í úrslitum Skólhreysti á föstudag, Melkorka Ýrr, Inga Sól, Hrannar og Svavar öll úr 10. bekk. Sigurður og
Harpa einnig úr 10. bekk voru varamenn og tilbúin til að taka við ef eitthvað hefði komð uppá.
Það fór full rúta af stuðningsmönnum suður og var
mjög góð stemning í hópnum. Síðuskóli náði 4. sæti sem er mögnuð frammistaða hjá þeim og hafa
krakkarnir sýnt ótrúlega framfarir í vetur.
Landsbankinn styrkti Skólahreysti og stemningin á úrslitunum sést vel
á myndunum hér.
Lesa meira