ÍSAT

Júdókynning

Við fengum góðan gest í heimsókn til að kynna júdó fyrir nemendum. Jón Óðinn Jónsson eða Ódi eins og margir þekkja hann mætti í íþróttatíma og sýndi og sagði frá. Það var mikið líf og mikill áhugi sem nemendur sýndu. Það voru líka margir sem þekktu Óda, fullt af nemendum sem eru að æfa hjá honum.  Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Bleiki dagurinn á fimmtudag

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru allir landsmenn beðnir um að klæðast einhverju bleiku fimmtudaginn 16. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Síðuskóli vill sýna samstöðu í baráttunni og hvetur alla, bæði starfsmenn og nemendur að mæta í einhverju bleiku þennan dag. Nánar má lesa um átakið og bleika daginn hér.
Lesa meira

Rýmingaræfing á A-gangi

Haldin var rýmingaræfing á A- gangi. Núna í fyrsta skipti í sögu skólans var verið að prófa neyðarútgangana sem vísa út að bílaplani þ.e. gluggana á austurhlið skólans. Æfingin gekk mjög vel nemendur áttu ekki í neinum erfiðleikum með að fara út um gluggana og voru fljótir í raðir á körfuboltavellinum. Það tók 2.56 mín að að tæma A – gang. Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingunni.
Lesa meira

Frammistöðumat - viðtöl

Viðtalsdagar verða í skólanum 22. og 23. október. Foreldrar geta valið viðtalstíma þessa daga á Mentor en þurfa að skrá þá í síðasta lagi 17. október. Hægt er að nálgast leiðbeiningar um hvernig foreldrar skrá frammistöðumatið hér.  Jafnframt er búið að opna fyrir frammistöðumat í Mentor þar sem nemendur meta sína stöðu með aðstoð foreldra. Ljúka þarf við frammistöðumatið fyrir 19. október en hægt er að skoða mat kennara frá og með 20. október. 
Lesa meira

Fréttabréf október 2014

Í dag var þriðja fréttabréf skólans sent út.  Hér má sjá bréfið í heild sinni.
Lesa meira

Besta bókin á Akureyri - Bókaverðlaun

Nemendur í 1. – 7. bekk á Akureyri  tóku þátt í valinu á bestu barnabókinni 2013. Einn nemandi í hverjum grunnskóla á Akureyri fékk bókaverðlaun og í Síðuskóla hlaut Rúnar Freyr Egilsson í 6. bekk í verðlaun bókina  Stiklað á stóru um býsna margt eftir Bill Bryson í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Amtsbókasafnið á Akureyri sér um verðlaunaafhendingu til nemenda í grunnskólum Akureyrar.   Herdísi Friðfinnsdóttur barnabókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri sem afhenti Rúnari Frey verðlaunin.  Rúnar og Herdís með 6.bekk.
Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni við Tryggvagötu í gær, sunnudaginn 21. september. Bókin Ragnstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason hlaut flest atkvæði í flokki íslenskra barnabóka og Amma glæpon eftir David Walliams, í þýðingu Guðna Kolbeinssonar, í flokki þýddra barnabóka.   Tæplega fjögur þúsund börn af öllu landinu tóku þátt í valinu, sem fór fram á heimasíðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land.     Handhafar bókaverðlaunanna sjálfra fengu bók Ragnars Axelssonar Fjallaland að gjöf frá safninu.
Lesa meira

Samræmd próf

Í þessari viku eru samræmd könnunarpróf hjá 4., 7. og 10. bekk. Nemendur í 10. bekk byrja á íslenskuprófi á mánudag, ensku á þriðjudag og stærðfræði á miðvikudag. Nemendur 4. og 7. bekkjar fara í íslenskupróf á fimmtudag og stærðfræði á föstudag. Reynt er að halda stundatöflu eins og kostur er þessa daga, nema meðan prófin standa yfir. Því er mæting í tíma að prófi loknu en nemendur 10. bekkjar hafa val um mætingar í valgreinar á mánudag og þriðjudag.
Lesa meira

Náttúrufræðingur Síðuskóla

Í dag var tilkynnt um sigurvegara í keppninni um Náttúrfræðing Síðuskóla. Að þessu sinni var Sóley Brattberg Gunnarsdóttir í 6. SEB  hlutskörpust með 11 atriði rétt af 15.  Að auki fengu fimm nemendur viðurkenningu fyrir góða frammistöðu eða þau Aníta Mist Fjalarsdóttir í 2. bekk, Aldís Þóra Haraldsóttir 4. SES, Sara Dögg Sigmundsdóttir 5. JÁ, Ásbjörn Guðlaugsson 7. KH og Fanney Rún Stefánsdóttir 8. SFS.  Við óskum þessum krökkum til hamingju með frábæra frammistöðu.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag 16. september er dagur íslenskar náttúru.  Í Síðuskóla var dagurinn haldinn hátíðlegur, allir nemendur skólans nutu náttúrunnar á einhvern hátt og hefðbundið skólastarf var sett til hliðar. Hver árgangur fór á ákveðinn stað í bæjarlandinu eins og undanfarin ár.  1. bekkur fór í Sílabás og nemendur 2. bekkjar gengu í trjálundinn milli Skarðshlíðar og Seljahlíðar og dvöldu þar við leik og nám. Nemendur 3. bekkjar fóru í Krossanesborgir og 4. bekkur í Naustaborgir. Krakkarnir í 5. bekk heimsóttu gömlu gróðrarstöðina í innbænum. Kennarar og nemendur 6. bekkjar gengu niður með Gleránni og 7. bekkur gekk svokallaðan fræðslustíg frá Háskólanum á Akureyri, suður á Brekku og fékk á leiðinni ýmsa fræðslu og leysti verkefni. Krakkarnir í 8. bekk fóru inn í Innbæ þar sem kennarar voru búnir að undirbúa spjaldtölvu og snjallsímavænan ratleik. 9. bekkingar heimsóttu endurvinnsluna á Hlíðarvöllum og gengu Lögmannshlíðarhring á eftir og 10. bekkingar gengu á Súlur.  Eins og fyrri daginn þegar við í Síðuskóla ákveðum að bregða okkur út lék veðrið við okkur en það hefur auðvitað mikið um það að segja hvernig svona dagar lukkast. Síðast en ekki síst má nefna að leitin að Náttúrufræðingi Síðuskóla árið 2014 fór fram í morgun þar sem nemendur í 2. bekk og eldri spreyttu sig í því að bera kennsl á fugla, plöntur og íslenskt landslag. Úrslit verða tilkynnt á fimmtudagsmorguninn þar sem stigahæsti nemandinn er Náttúrfræðingur Síðuskóla 2014 en einnig eru veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu eftir stigum.   Teknar eru myndir í ferðunum og má sjá þær hér.
Lesa meira